Icelandic Bible


Jobsbók 251 Þá svaraði Bildad frá Súa og sagði:
2 Hans er drottinvald og ótti, hans sem lætur frið ríkja í hæðum sínum.
3 Verður tölu komið á hersveitir hans, og yfir hverjum rennur ekki upp ljós hans?
4 Hvernig ætti maðurinn þá að vera réttlátur hjá Guði, og hvernig ætti sá að vera hreinn, sem af konu er fæddur?
5 Sjá, jafnvel tunglið, það er ekki bjart, og stjörnurnar eru ekki hreinar í augum hans,
6 hvað þá maðurinn, maðkurinn, og mannssonurinn, ormurinn!